Innlent

Von á einstaklega fallegu veðri í vikunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Svona lítur spákort Veðurstofu Íslands út fyrir fimmtudag. Má búast við að fjölmargir muni draga fram skíðin í tilefni af þessu blíðviðri, þó svo að kalt verði í veðri.
Svona lítur spákort Veðurstofu Íslands út fyrir fimmtudag. Má búast við að fjölmargir muni draga fram skíðin í tilefni af þessu blíðviðri, þó svo að kalt verði í veðri. Vísir/vedur.is

Landsmenn hafa ekki farið varhluta af kuldanum síðustu daga og er ekkert lát á honum ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Er í rauninni frost í kortunum eins langt og spáin nær fram á þriðjudag. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir hvassviðri og gæti orðið afar fallegt veður víðast hvar á landinu, sér í lagi á fimmtudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Í dag:
Norðan átt, víða 8 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri á Suður- og Suðvesturlandi, annars snjókoma eða él.

Á morgun:
Norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu Sunnan- og Austanlands, annars hægari vindur. Él, einkum austan til á landinu, en léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi. Frost 1 – 12 stig, kaldast í innsveitum.

Á föstudag:
Hæg sunnanátt, víða léttskýjað og talsvert frost, en stöku él vestast. Suðaustan 8 – 13 metrar á sekúndu og él við suðvesturströndina um kvöldið.

Á laugardag:
Suðaustlæg átt, bjartviðri og áfram kalt, en él og vægt frost sunnan til á landinu.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Austlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og víða talsvert frost, en sums staðar él við ströndina. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira