Innlent

Von á einstaklega fallegu veðri í vikunni

Birgir Olgeirsson skrifar
Svona lítur spákort Veðurstofu Íslands út fyrir fimmtudag. Má búast við að fjölmargir muni draga fram skíðin í tilefni af þessu blíðviðri, þó svo að kalt verði í veðri.
Svona lítur spákort Veðurstofu Íslands út fyrir fimmtudag. Má búast við að fjölmargir muni draga fram skíðin í tilefni af þessu blíðviðri, þó svo að kalt verði í veðri. Vísir/vedur.is

Landsmenn hafa ekki farið varhluta af kuldanum síðustu daga og er ekkert lát á honum ef marka má veðurspá Veðurstofu Íslands. Er í rauninni frost í kortunum eins langt og spáin nær fram á þriðjudag. Hins vegar er ekki gert ráð fyrir hvassviðri og gæti orðið afar fallegt veður víðast hvar á landinu, sér í lagi á fimmtudag.

Veðurhorfur á landinu næstu daga:

Í dag:
Norðan átt, víða 8 – 13 metrar á sekúndu. Bjartviðri á Suður- og Suðvesturlandi, annars snjókoma eða él.

Á morgun:
Norðanátt, 5 – 13 metrar á sekúndu Sunnan- og Austanlands, annars hægari vindur. Él, einkum austan til á landinu, en léttskýjað á Suður- og Suðvesturlandi. Frost 1 – 12 stig, kaldast í innsveitum.

Á föstudag:
Hæg sunnanátt, víða léttskýjað og talsvert frost, en stöku él vestast. Suðaustan 8 – 13 metrar á sekúndu og él við suðvesturströndina um kvöldið.

Á laugardag:
Suðaustlæg átt, bjartviðri og áfram kalt, en él og vægt frost sunnan til á landinu.

Á sunnudag, mánudag og þriðjudag:
Austlæg eða breytileg átt, bjart með köflum og víða talsvert frost, en sums staðar él við ströndina. 
Fleiri fréttir

Sjá meira