Fótbolti

Aubameyang: Skil ekki hvað Toure gekk til

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki í dag.
Pierre-Emerick Aubameyang fagnar marki í dag. Vísir/Getty

Yaya Toure var ekki sáttur við að hann hafi ekki verið valinn knattspyrnumaður ársins í Afríku af Knattspyrnusambandi Afríku.

Sagði hann meðal annars að ákvörðunin væri sorgleg og færði heimsálfunni Afríku mikla skömm.

Gabon-maðurinn Pierre-Emerick Aubameyang, sem hefur farið á kostum með Dortmund í Þýskalandi, var þess í stað valinn og hann hefur lítinn skilning á ummælum Toure.

„Ég veit í alvörunni ekki af hverju hann sagði þetta. Ég ætla ekki að verða reiður út af þessu og fyrir mér er þetta nú þegar orðin gömul saga. Ég hef einfaldlega ekki áhuga á þessu,“ sagði sóknarmaðurinn í samtali við Bild í Þýskalandi.

Aubameyang fékk 143 stig í kjörinu en Toure 136. Þriðji varð svo Andre Ayew, leikmaður Swansea, með 112 stig. Toure sagði fyrst eftir kjörið að niðurstaðan væri honum vonbrigði en að Aubameyang hefði staðið sig frábærlega á síðasta ári.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira