Innlent

Tæpar sextíu milljónir fyrir aðkeypta þjónustu í innanríkisráðuneytinu

Aðalsteinn Kjartansson skrifar
Ólöf upplýsti um kostnað vegna aðkeyptrar þjónustu í ráðuneytinu í svari sínu við fyrirspurn formanns Vinstri grænna.
Ólöf upplýsti um kostnað vegna aðkeyptrar þjónustu í ráðuneytinu í svari sínu við fyrirspurn formanns Vinstri grænna. Vísir/Anton Brink

Innanríkisráðuneytið hefur greitt um 58 milljónir króna í aðkeypta þjónustu sérfræðinga. Mest hefur verkfræðistofan Mannvit fengið, eða sautján milljónir króna, vegna vinnu sinnar við mat á flugvallarkostum á höfuðborgarsvæðinu.

Þetta kemur fram í svari Ólafar Nordal innanríkisráðherra við fyrirspurn Katrínar Jakobsdóttur, formanns Vinstri grænna. Þar kemur einnig fram að tveimur fyrirtækjum hafi verið greitt fyrir fjölmiðlaráðgjöf; 2,4 milljónir til Argus ehf. og 371 þúsund krónur til Íslenskrar framleiðslu ehf.

Þrjár milljónir fóru svo til Mið ehf. sem vann að endurskoðun á skipulagi innanríkisráðuneytisins. 

Nokkrar lögfræðistofur hafa þá fengið greiðslur frá ráðuneytinu fyrir ýmsa lögfræðiráðgjöf. Má þar meðal annars nefna milljón sem lögmannsstofan LEX fékk fyrir ráðgjöf vegna umfjöllunar DV um lekamálið, 620 þúsund krónur sem JP Lögmenn fengu fyrir umfjöllun um réttarstöðu Reykjavíkurflugvallar og 3,3 milljónir til Juris fyrir nokkur ráðgjafaverkefni.

Hægt er að sjá heildaryfirlit yfir aðkeypta sérfræði-, ráðgjafar- og kynningarþjónustu hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira