Enski boltinn

City-menn fundu ekki leiðir framhjá Tim Howard

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Umdeildasta atvik leiksins. Felldi John Stones Raheem Sterling?
Umdeildasta atvik leiksins. Felldi John Stones Raheem Sterling? Vísir/Getty
Manchester City og Everton gerðu markalaust jafntefli á Ethiad-leikvanginum í Manchester í kvöld þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta.

Manchester City átti möguleika á því að minnka forystu Arsenal í eitt stig en er nú þremur stigum á eftir toppliðum Arsenal og Leicester.

Manchester City tókst ekki að skora á heimavelli í deildinni í fyrsta sinn í rúmt ár eða síðan liðið tapaði 2-0 á móti Arsenal 18. janúar.

Manchester City hafði talsverða yfirburði í leiknum sérstaklega í seinni hálfleik þegar aðeins stórleikur Tim Howard í marki Everton kom í veg fyrir sigur.

Everton var betra liðið í fyrri hálfleiknum en í þeim síðari snérist leikur liðsins um skynsaman varnarleik og liðið náði að landa stiginu þrátt fyrir mikla pressu heimamanna.

Manchester City vildi frá vítaspyrnu undir lok leiksins þegar John Stones virtist fella Raheem Sterling en ekkert var dæmt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×