Fótbolti

Styttan hans Ronaldo merkt Messi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fyrir framan styttuna sína með allri fjölskylduna.
Cristiano Ronaldo fyrir framan styttuna sína með allri fjölskylduna. Vísir/EPA

Lionel Messi var á mánudagskvöldið kosinn besti leikmaður heims í fimmta sinn og endaði þar með tveggja ára sigurgöngu Cristiano Ronaldo í árlegu kjöri FIFA og France Football.

Messi fékk Gullboltann en Cristiano Ronaldo varð að sætta sig við annað sætið. Þetta var í fjórða skiptið sem Messi er kosinn bestur og Ronaldo endar í öðru sætinu. Ronaldo hafði sjálfur fengið verðlaunin 2013 og 2014.

Þetta voru þó ekki einu vonbrigðin fyrir Cristiano Ronaldo þetta kvöld því í heimabæ hans, Funchal á eyjunni Madeira, voru skemmdarvargar á ferðinni, og þeir ákváðu að ráðast á styttu af Cristiano Ronaldo.

Íbúar Funchal eru stoltir af sínum manni og létu útbúa glæsilega bronsstyttu af Cristiano Ronaldo. Styttan var vígð 21. desember 2014 og mánudagskvöldið 11. janúar var fyrsta kvöldið í tíð hennar sem Ronaldo var ekki besti knattspyrnumaður heims.

Eftir kjörið mættu þessir aðilar á staðinn og skrifuðu nafn Messi og númerið 10 á bak styttunnar. Ronaldo spilar eins og kunnugt er í treyju númer sjö.

Skemmdarvargarnir voru eflaust að reyna að strá salti í sárið hjá Cristiano Ronaldo með þessu illvirki sínu og komust líka í heimsfréttirnar.

Cristiano Ronaldo tjáði sig ekki um þetta en það gerði aftur á móti systir hans. „Þerra er skammarlegt og þarna er greinilega einhver sem er mjög öfundsjúkur út í bróður minn. Ég er mjög leið yfir þessu og skammast mín fyrir hönd Portúgal," sagði systir hans Katia Aveiro.

Það góða er að bæjarstarfsmenn voru fljótir á staðinn og hreinsuðu bak styttunnar. Það er því enginn Messi lengur á ferðinni í Funchal.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira