Innlent

Mikið fannfergi á Akureyri

Klukkan sex í morgun var nýsnævið á Akureyri orðið um það bil 30 sentímetra djúpt.
Klukkan sex í morgun var nýsnævið á Akureyri orðið um það bil 30 sentímetra djúpt. Vísir/Sveinn Arnarsson

Snjó kyngdi niður á Akureyri í nótt og klukkan sex í morgun var nýsnævið orðið um það bil 30 sentímetra djúpt, en þá var heldur farið að draga úr snjókomunni.

Veður hefur hinsvegar verið stillt í nótt þannig að snjóinn hefur hvergi dregið í skafla, en hann er samt nægur til þess að hálfgerður þæfingur er á flestum götum, sérstaklega fyrir eins drifs bíla.
Fleiri fréttir

Sjá meira