Innlent

Mikið fannfergi á Akureyri

Klukkan sex í morgun var nýsnævið á Akureyri orðið um það bil 30 sentímetra djúpt.
Klukkan sex í morgun var nýsnævið á Akureyri orðið um það bil 30 sentímetra djúpt. Vísir/Sveinn Arnarsson

Snjó kyngdi niður á Akureyri í nótt og klukkan sex í morgun var nýsnævið orðið um það bil 30 sentímetra djúpt, en þá var heldur farið að draga úr snjókomunni.

Veður hefur hinsvegar verið stillt í nótt þannig að snjóinn hefur hvergi dregið í skafla, en hann er samt nægur til þess að hálfgerður þæfingur er á flestum götum, sérstaklega fyrir eins drifs bíla.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira