Enski boltinn

Costa kýldi gat á vegg: Við getum lagað það

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Costa var reiður í gær.
Costa var reiður í gær. Vísir/Getty
Diego Costa átti greinilega erfitt með að hemja skap sitt eftir 2-2 jafntefli Chelsea og West Brom í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Costa náði ekki að skora í leiknum en átti í harðri baráttu við varnarmenn West Brom í leiknum. Costa fannst illa farið með sig og kvartaði við dómara leiksins eftir að flautað hafði verið til leiksloka.

Sjá einnig: Chelsea fékk á sig jöfnunarmark í lokin

Guus Hiddink, stjóri Chelsea, sagði að það hefði lítið verið eftir af þolinmæði hjá Costa. „Miðverðirnir hjá West Brom voru að ögra honum enda var hann [Costa] stöðugt að ógna markinu,“ sagði Hiddink og segir það gott að leikmenn sýni tilfinningar sínar.

„Það er erfitt að komast af í þessari deild ef maður þarf að ýta eitthvað við leikmönnum. Það er miklu betra að þurfa að hafa stjórn á þeim af og til. Hann er tilfinningaríkur maður og ég kann vel við það.“

Costa gekk svo mikið til eftir leik að hann kýldi gat á vegg á leið sinni inn í búningsklefann. „Það er ekkert mál. Við getum lagað það auðveldlega,“ sagði Hiddink.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×