Fótbolti

Verður Noregur síðasti andstæðingur Íslands fyrir EM?

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Norska liðið tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilinu fyrir EM.
Norska liðið tapaði fyrir Ungverjalandi í umspilinu fyrir EM. Vísir/Getty

Norska blaðið Dagbladet fullyrðir að Ísland muni spila landsleik gegn Noregi í Ósló skömmu fyrir EM í Frakklandi í sumar. Fótbolti.net greindi frá þessu í morgun.

Samkvæmt fréttinni verður leikurinn á milli 30. maí og 7. júní en samkvæmt heimildum Vísis vonast forráðamenn Knattspyrnusambands Íslands til þess að spila tvo landsleiki á þessum dögum.

KSÍ hefur ekki gefið út hvaða liðum Ísland mætir í vor en vonir standa til að fyrri leikurinn af þessum tveimur fari fram á Laugardalsvelli - hinn á útivelli. Samkvæmt því er líklegt að leikurinn gegn Noregi verði síðasti leikur Íslands fyrir EM, ef fréttir Dagbladet reynast réttar.

Ísland mætir tveimur liðum í mars en aðeins hefur verið gefið út að Ísland mætir Grikklandi ytra þann 29. mars.

Noregur komst í umspil um sæti á EM í Frakklandi en tapaði fyrir Ungverjalandi, sem er með Íslandi í riðli á mótinu í sumar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira