Fótbolti

Messi fljótur að svara fyrir sig

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Messi er hér tæklaður af Gonzalez í leiknum í gær.
Messi er hér tæklaður af Gonzalez í leiknum í gær. Vísir/Getty

Lionel Messi er greinilega fljótur í tilsvörum ef marka má fregnir á Spáni eftir að grannliðin Barcelona og Espanyol mættust í spænsku bikarkeppninni í gær.

Samkvæmt spænskum miðlum það hafa komið varnarmanninum Alvaro Gonzalez á óvart hversu lágvaxinn Messi er. „Þú ert virkilega lágvaxinn,“ sagði Gonzalez við Messi en það stóð ekki á svörum hjá þeim argentínska.

„Þú ert virkilega slæmur [knattspyrnumaður],“ sagði Messi sem telur 170 sentimetra og var kjörinn knattspyrnumaður ársins hjá FIFA í fimmta sinn í upphafi vikunnar.

Barcelona vann öruggan sigur á Espanyol í bikarleikjunum tveimur. Liðið hafði betur í gær, 2-0, og þar með 6-1 samanlagt.
Fleiri fréttir

Sjá meira