Handbolti

Allir komust heilir úr æfingu dagsins | Myndir

Henry Birgir Gunnarsson í Katowice skrifar
Frá æfingunni í dag.
Frá æfingunni í dag. visir/valli
Strákarnir okkar tók góða 90 mínútna æfingu í Spodek-höllinni í Katowice og komu allir heilir úr henni. Leikmenn hafa verið veikir og einn meiddist.

Vignir Svavarsson og Arnór Þór Gunnarsson fengu í magann en eru orðnir fínir. Ásgeir Örn Hallgrímsson meiddist á hné á æfingu í gær en það fór ekki eins illa og leit út fyrir í fyrstu. Hann var með á æfigunnni í dag.

Bjarki Már Gunnarsson hefur verið að glíma við meiðsli sömuleiðis en segist vera klár í slaginn. Alexander Petersson er sem fyrr takmarkaður engu að síður.

Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari er búinn að ákveða 16 manna hópinn fyrir leikinn á morgun en hann er með 17 leikmenn hér úti í Katowice. Einn þarf því að sitja upp í stúku á morgun.

Aron mun tilkynna leikmönnum hvernig hópurinn verður á liðsfundi síðar í dag.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).

Menn að liðka sig í Geimskipinu í Katowice.vísir/valli
Guðjón Valur stýrði upphitun.vísir/valli
Eldri unnu fótboltann og kröfðust þess að það kæmi skýrt fram í fjölmiðlum.vísir/valli
vísir/valli

Tengdar fréttir

Strákarnir æfa í geimskipinu

Strákarnir okkar komu til Katowice í Póllandi í gærkvöld og taka æfingu í keppnishöllinni í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×