Viðskipti innlent

Lækkanir í Kauphöll Íslands

Sæunn Gísladóttir skrifar
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,08 prósent það sem af er degi.
Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 3,08 prósent það sem af er degi. Vísir/GVA

Hlutabréf út um allan heim hafa lækkað í dag sem rekja má til lækkunar verðs á hráolíu.

Samkvæmt frétt BBC lækkuðu hlutabréfamarkaðir í London, Frankfúrt og París um eitt til tvö prósent í morgun. Nikkei vísitalan í Japan lækkaði um 2,7 prósent í dag. FTSE 100 vísitalan í Bretlandi lækkaði um 1 prósent í dag og markaðir í Frankfúrt og París lækkuðu um 1,6 prósent.

Kauphöll Íslands hefur einnig orðið fyrir áhrifum í dag. Úrvalsvísitalan lækkaði um rúmlega 3,33 prósentí dag og hafa hlutabréf allra skráðra bréfa lækkað. Hlutabréf Icelandair lækkuðu mest í dag um 4,1 prósent í 1.250 milljón króna viðskiptum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira