Handbolti

Sænsk EM-stjarna skiptir um Íslendingalið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Viktor Östlund (númer 31) í leik á móti Íslandi á HM í Katar 2015.
Viktor Östlund (númer 31) í leik á móti Íslandi á HM í Katar 2015. Vísir/EPA

Sænski landsliðsmaðurinn Viktor Östlund er í EM-hópi sænska handboltalandsliðsins sem spilar sinn fyrsta leik á EM í Póllandi á laugardaginn kemur. Það er samt nóg annað í gangi hjá kappanum í aðdraganda keppninnar.

Viktor Östlund hefur nefnilega gert þriggja ára samning við danska úrvalsdeildarliðið Team Tvis Holstebro í aðdraganda Evrópukeppninnar. Danska félagið tilkynnti um samninginn í dag.

Viktor Östlund skiptir í raun um Íslendingalið því hann spilar í dag með Eskilstuna Guif í sænsku úrvalsdeildinni og hefur spilað fyrir íslenska þjálfarann Kristján Andréssona frá árinu 2013.

Kom Viktor Östlund, sem er tæpir tveir metrar og spilar vinstra megin fyrir utan, eru ekki góðar fréttir fyrir íslensku leikmennina í liði Team Tvis Holstebro, þá Sigurberg Sveinsson og Egil Magnússon sem báðir spila vanalega vinstra megin fyrir utan.

„Ég er búinn að vera með Viktor á óskalistanum í langan tíma og hef fylgst vel með honum undanfarin ár. Ég er mjög ánægður með að hann sé að koma til okkar. Hann passar fullkomlega inn í okkar leikstíl á báðum endum vallarins. Hann getur bæði spila bakvörðinn í vörninni sem og fyrir miðju. Hann er næstum því tveir metrar á hæð og við ættum nú að geta sett upp varnarmúr á næstu leiktíð," sagði Patrick Westerholm, þjálfari Team Tvis Holstebro.

Viktor Östlund er 23 ára gamall en hann var einnig með sænska landsliðinu á HM í Katar 2015. Östlund er eins og er ellefti markahæsti leikmaður sænsku úrvalsdeildarinnar með 4,8 mörk í leik sem hafa komið öll utan af velli.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira