Fótbolti

Atlético Madrid og Valencia síðustu liðin inn í átta liða úrslitin

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Antoine Griezmann fagnar marki í kvöld.
Antoine Griezmann fagnar marki í kvöld. Vísir/Getty

Atlético Madrid og Valencia tryggðu sér sæti í átta liða úrslitum spænska konungsbikarsins eftir sigra í seinni leikjum sínum í sextán liða úrslitum.

Atlético Madrid vann 3-0 heimasigur á Rayo Vallecano og þar með 4-1 samanlagt en liðið gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum.

Lærisveinar Gary Neville unnu 3-0 útisigur á Granada og þar með 7-0 samanlagt.

Argentínumaðurinn Ángel Correa og Frakkinn Antoine Griezmann (2 mörk) skoruðu mörk Atlético Madrid en vörn liðsins hélt enn á ný hreinu í kvöld.

Antoine Griezmann hefur þar með skorað fimmtán mörk á leiktíðinni eða þrefalt meira en næstmarkahæsti leikmaður liðsins.

Wilfried Zahibo, Paco Alcácer og Pablo Piatti skoruðu mörk Valencia.

Atlético Madrid og Valencia bættust þar með í hóp með Sevilla, Mirandés, Celta Vigo, Athletic Bilbao, Barcelona, Las Palmas sem höfðu komist áfram í gær og í fyrradag.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira