Körfubolti

San Antonio enn taplaust á heimavelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
LeBron James í leiknum í nótt.
LeBron James í leiknum í nótt. Vísir/Getty

San Antonio hafði betur gegn Cleveland, 99-95, og vann þar með sinn 32. heimaleik í röð. Liðið er enn ósigrað á heimavelli en bæði lið hafa verið á mikilli sigurgöngu í deildinni.

Alls hefur San Antonio unnið tíu leiki í röð en fyrir leikinn í nótt hafði Cleveland unnið átta leiki í röð.

San Antonio byrjaði fjórða leikhlutann af miklum krafti og náði þar með undirtökunum í leiknum.

Tony Parker skoraði 24 stig og Kawhi Leonard var með 20 stig og tíu fráköst. LeBron James var stigahæstur hjá Cleveland með 22 stig en Tristan Thompson var með át´jan stig og fjórtán fráköst.

Chicago vann Philadelphia, 115-111, í framlengdum leik. Jimmy Butler bætti persónulegt met og skoraði 53 stig en hann var þar að auki með tíu fráköst og sex stoðsendingar.

Þetta var í fyrsta sinn í meira en áratug sem leikmaður Chicago skorar meira en 50 stig í leik en hvorki Derrick Rose né Pau Gasol spiluðu með liðinu í nótt.

Golden State vann LA Lakers, 116-98. Steph Curry var með 26 stig en fyrstu átta körfurnar hans í leiknum voru allar þriggja stiga körfur.

Þetta var líklega síðasti leikur Kobe Bryant í Oakland en hann var með átta stig, sex fráköst og þrjár stoðsendingar.

Úrslit næturinnar:
Orlando - Toronto 103-106
Philadelphia - Chicago 111-115
Memphis - Detroit 103-101
San Antonio - Cleveland 99-95
Utah - Sacramento 101-103
Golden State - LA Lakers 116-98

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira