Viðskipti innlent

Katrín Olga býður sig fram til formanns Viðskiptaráðs

Sæunn Gísladóttir skrifar
Katrín Olga Jóhannesdóttir er stjórnarformaður Já.
Katrín Olga Jóhannesdóttir er stjórnarformaður Já.
Samkvæmt heimildum Vísis hyggst Katrín Olga Jóhannesdóttir, stjórnarformaður Já, bjóða sig fram til formanns Viðskiptaráðs Íslands. Aðalfundur Viðskiptaráðs fer fram þann 11. febrúar næstkomandi.

Katrín Olga situr nú í stjórn Viðskiptaráðs. Ef Katrín Olga nær kjöri yrði þetta í fyrsta sinn sem kona væri kosin formaður Viðskiptaráðs Íslands.

Hreggviður Jónsson, forstjóri og aðaleigandi Veritas Capital hf., var kjörinn formaður Viðskiptaráðs árið 2012. Samkvæmt lögum Viðskiptaráðs er formanni óheimilt að sitja lengur en fjögur ár samfleytt.

Katrín Olga hefur setið í fjölda stjórna íslenskra fyrirtækja en situr nú meðal annars í stjórn Icelandair og Ölgerðarinnar.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×