Enski boltinn

Klopp: Ferguson er John Lennon fótboltans

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jurgen Klopp.
Jurgen Klopp. Vísir/Getty

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, segir að Sir Alex Ferguson, fyrrum knattspyrnustjóri Manchester United, sé í raun John Lennon fótboltans.

Liverpool og Manchester United mætast í ensku úrvalsdeildinni á morgun og er klárlega um stórleik helgarinnar að ræða.

Skotinn hætti sem stjóri United árið 2013 en á þeim tíma vann hann 38 titla á þeim 27 árum sem hann stýrði Manchester United. Klopp vill meina að Ferguson sé eins og stofnandi Bítlanna.

„Ég á nokkrar góðar minningar af Sir Alex Ferguson,“ sagði Klopp á blaðamannafundi hjá Liverpool í gær.

„Það er ávallt mikill heiður að fá að tala við hann, það tekur mig svona tíu mínútur að skilja tungumálið, en eftir það gengur samtalið ávallt vel.“

Klopp segir að kannski sé Ferguson sá besti allra tíma.

„Hann er John Lennon fótboltans og ég ber ótrúlega mikla virðingu fyrir honum,“ segir Klopp sem stýrir Liverpool í fyrsta skipti gegn United á morgun en þessi félög eru miklir erkifjendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira