Enski boltinn

Öll úrslit dagsins: Newcastle með mikilvæg þrjú stig

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wijnaldum fagnar marki.
Wijnaldum fagnar marki. Vísir/Getty

Þremur leikjum er nýlokið í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu en þar ber helst að nefna fínn sigur Newcastle á West Ham, 2-1.

Ayoze Perez og Geroginio Wijnaldum gerðu mörk Newcastle í leiknum en Nikica Jelavic var með eitt fyrir West Ham.

Bournemouth rúllaði yfir Norwich en það voru þeir Dan Gosling, Charlie Daniels og Benik Afobe sem skoruðu sitt markið hver fyrir nýliðana.

Þá valtaði Southampton yfir WBA, 3-0 á heimavelli.

Bournemouth 3 - 0 Norwich City
Newcastle United 2 - 1 West Ham United
Southampton 3 - 0 West Bromwich AlbionAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira