Enski boltinn

Tottenham í engum vandræðum með Sunderland | Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Getty

Tottenham heldur áfram að spila vel í ensku úrvalsdeildinni en liðið vann mjög þægilegan sigur á Sunderland, 4-1, á White Hart Lane.

Það kom mörgum á óvart að það var Sunderland sem komst yfir í leiknum þegar Patrick van Aanholt kom boltanum í netið undir lok fyrri hálfleiks. Það tók Tottenham aðeins nokkrar sekúndur að jafna metin þegar Daninn Christian Eriksen skaut boltanum í netið. Staðan var því 1-1 í hálfleik.

Þegar hálftími var eftir af leiknum kom Moussa Dembele  Tottenham í 2-1 með hnitmiðuðu skoti. Nokkrum mínútum síðar var Eriksen aftur mættur og tryggði Spurs sigurinn með fínu marki. Harry Kane setti síðan naglann í líkkistuna tíu mínútum fyrir leikslok og lauk leiknum því með 4-1 sigri Tottenham.

Tottenham er enn í fjórða sæti með 39 stig, en Sunderland er með 19. sætinu með 18 stig.

Patrick van Aanholt kemur Sunderland yfir

Christian Eriksen jafnar fyrir Spurs

Mousa Dembélé kemur Tottenham yfir

Christian Eriksen kemur Tottenham í 3-1

Harry Kane kemur Spurs í 4-1Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira