Enski boltinn

John Terry náði í stig fyrir Chelsea með ólöglegu marki - Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Getty

Chelsea og Everton gerðu 3-3 jafntefli í hreint ótrúlegum leik á Stamford Bridge í London í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Everton komst í 2-0 í leiknum og var staðan 2-0 í hálfleiknum. John Terry setti boltann í eigið net og Kevin Mirallas kom þeim í 2-0. Diego Costa og Cesc Fabregas náðu að jafna metin 2-2 þegar um hálftími var eftir af leiknum og stefndi allt í 2-2 jafntefli.

Gestirnir í Everton voru ekki á sama máli og virtist Ramiro Funes Mori hafa tryggt Everton sigur þegar hann skoraði á 90. mínútu. Chelsea-menn voru ekki á þeim buxunum og náði John Terry að skora jöfnunarmark með hælspyrnu á 98. mínútu leiksins. Mark sem átti aldrei að standa þar sem hann var rangstæður.

Chelsea er í 14. sæti deildarinnar með 25 stig en Everton í því ellefta með 29 stig.

John Terry skorar sjálfsmark

Kevin Mirallas kemur Everton í 2-0

Diego Costa minnkar muninn í 2-1

Fabregas jafnar fyrir Chelsea

Ramiro Funes Mori kemur Everton í 3-2

Terry jafnar 3-3
Fleiri fréttir

Sjá meira