Enski boltinn

John Terry náði í stig fyrir Chelsea með ólöglegu marki - Sjáðu mörkin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vísir/Getty

Chelsea og Everton gerðu 3-3 jafntefli í hreint ótrúlegum leik á Stamford Bridge í London í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Everton komst í 2-0 í leiknum og var staðan 2-0 í hálfleiknum. John Terry setti boltann í eigið net og Kevin Mirallas kom þeim í 2-0. Diego Costa og Cesc Fabregas náðu að jafna metin 2-2 þegar um hálftími var eftir af leiknum og stefndi allt í 2-2 jafntefli.

Gestirnir í Everton voru ekki á sama máli og virtist Ramiro Funes Mori hafa tryggt Everton sigur þegar hann skoraði á 90. mínútu. Chelsea-menn voru ekki á þeim buxunum og náði John Terry að skora jöfnunarmark með hælspyrnu á 98. mínútu leiksins. Mark sem átti aldrei að standa þar sem hann var rangstæður.

Chelsea er í 14. sæti deildarinnar með 25 stig en Everton í því ellefta með 29 stig.

John Terry skorar sjálfsmark

Kevin Mirallas kemur Everton í 2-0

Diego Costa minnkar muninn í 2-1

Fabregas jafnar fyrir Chelsea

Ramiro Funes Mori kemur Everton í 3-2

Terry jafnar 3-3Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira