Enski boltinn

City rúllaði yfir Crystal Palace

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. Vísir/Getty

Machester City valtaði yfir Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en leikurinn fór 4-0. 

Fabian Delph kom heimamönnum yfir eftir tuttugu mínútna leik en þá var komið að Sergio Aguero sem skoraði tvö næstu mörk City. 

Það var síðan David Silva sem skoraði fjórða og síðasta mark leiksins á 84. mínútu. City er því komið í efsta sæti deildarinnar með 43 stig, jafnmörg stig og Arsenal og Leicester. 
Fleiri fréttir

Sjá meira