Enski boltinn

Leicester náði aðeins í stig gegn Aston Villa en fór samt á toppinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rudy Gestede fagnar jöfnungarmarkinu.
Rudy Gestede fagnar jöfnungarmarkinu. Vísir/Getty

Leicester náði aðeins í eitt stig gegn botnliði Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag þegar liðið mættust og gerði 1-1 jafntefli á Villa Park.

Shinji Okazaki kom Leicester yfir eftir um hálftíma leik. Nokkrum mínútum síðar misnotaði Riyad Mahrez vítaspyrnu fyrir gestina.

Staðan var 1-0 í hálfleik en um korteri fyrir leikslok náði Rudy Gestede að jafna metin fyrir Aston Villa og þar við sat.

Leicester fór í efsta sæti deildarinnar með stiginu og hefur liðið 44 stig, einu stigi meira en Manchester City og Arsenal. Aston Villa er sem fyrr á botninum með 12 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira