Enski boltinn

Rooney hetja United sem vann Liverpool á Anfield - Sjáðu markið

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rooney skorar hér markið í dag.
Rooney skorar hér markið í dag. Vísir/Getty

Manchester United vann frábæran sigur, 1-0, á Liverpool í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Wayne Rooney skoraði eina mark leiksins og var það hans 176. í ensku úrvalsdeildinni fyrir Manchester United. 

Hann sló þar með met Thierry Henry sem skoraði 175 mörk fyrir Arsenal. Liverpool var sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og fékk liðið nokkuð fín færi.

Í þeim síðari náðu leikmenn United að koma sér betur inn í leikinn og byrjuðu að pressa meira á varnarmenn Liverpool. Það endaði með fínu marki rúmlega tíu mínútum fyrir leikslok. 

Marouane Fellaini átti þá skalla í þverslána sem Rooney nýtti sér og hirti frákastið. Hann þrumaði boltanum í netið og fagnaði eðlilega mikið. 

Manchester United er í 5. sæti deildarinnar með 37 stig en Liverpool í því níunda með 31 stig. Rooney kemur United yfirFleiri fréttir

Sjá meira