Innlent

Nokkrir yfirheyrðir en meintur samverkamaður lögreglumannsins laus úr haldi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Lögreglumaðurinn sem sætir nú rannsókn ríkissaksóknara grunaður um brot í starfi hefur verið leystur frá störfum.
Lögreglumaðurinn sem sætir nú rannsókn ríkissaksóknara grunaður um brot í starfi hefur verið leystur frá störfum. vísir/gva

Maður sem hnepptur var í gæsluvarðhald í liðinni vikunni grunaður um að vera samverkamaður lögreglumanns sem sat í gæsluvarðhaldi grunaður um brot í starfi var látinn laus á miðvikudaginn. Gæsluvarðhaldið átti að renna út í dag.

Í samtali við Vísi segir Helgi Magnús Gunnarsson, vararíkissaksóknari, að rannsókn málsins sé fullum gangi. Hann vill lítið gefa upp um framgang hennar en segir þó að nokkrir hafi verið yfirheyrðir auk hinna tveggja grunuðu í málinu.

Húsleit var gerð heima hjá báðum mönnunum þegar þeir voru handteknir. Samkvæmt heimildum fréttastofu er upptaka upptaka af samtali mannanna tveggja lykilgagn í málinu. Hún varð til þess að lögreglumaðurinn var handtekinn milli jóla og nýárs og hinn maðurinn svo í kjölfarið.

Lögreglumaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, hefur verið leystur frá störfum. Hann er grunaður um að hafa þegið greiðslur gegn því að veita brotamönnum upplýsingar. Hann neitar sök.

Hinn maðurinn er á fertugsaldri og hefur verið til rannsóknar hjá fíkniefnadeild lögreglu í lengri tíma. Hann hefur þó aldrei setið inni þrátt fyrir að hafa hlotið fjölmarga dóma, flesta minniháttar.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira