Erlent

Finna allt mögulegt nema flakið af flugvél MH370

Leitarsveitir frá Indónesíu kemba hafið árið 2014 eftir hvarf MH370. 
Nordicphotos/AFP
Leitarsveitir frá Indónesíu kemba hafið árið 2014 eftir hvarf MH370. Nordicphotos/AFP

Slys Skip sem sinna leit að flugi MH370 í Indlandshafi hafa rambað á allt á milli himins og jarðar á leit sinni að týndu flugvélinni sem hvarf sporlaust árið 2014.
Ómannaður kafbátur tók mynd af fyrirbæri á hafsbotni sem sérfræðingar telja að sé skipsflak frá 19. öld.
Þetta er í annað sinn sem könnunarsveitir hafa fundið gamalt skipsflak í leit sinni að MH370.
Þá hafa leitarsveitir einnig rambað á þó nokkur neðansjávareldfjöll sem aldrei hafa verið kortlögð.
Leitin að MH370 er talin vera ein sú umfangsmesta frá upphafi. – srsAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira