Erlent

Finna allt mögulegt nema flakið af flugvél MH370

Leitarsveitir frá Indónesíu kemba hafið árið 2014 eftir hvarf MH370. 
Nordicphotos/AFP
Leitarsveitir frá Indónesíu kemba hafið árið 2014 eftir hvarf MH370. Nordicphotos/AFP

Slys Skip sem sinna leit að flugi MH370 í Indlandshafi hafa rambað á allt á milli himins og jarðar á leit sinni að týndu flugvélinni sem hvarf sporlaust árið 2014.
Ómannaður kafbátur tók mynd af fyrirbæri á hafsbotni sem sérfræðingar telja að sé skipsflak frá 19. öld.
Þetta er í annað sinn sem könnunarsveitir hafa fundið gamalt skipsflak í leit sinni að MH370.
Þá hafa leitarsveitir einnig rambað á þó nokkur neðansjávareldfjöll sem aldrei hafa verið kortlögð.
Leitin að MH370 er talin vera ein sú umfangsmesta frá upphafi. – srs
Fleiri fréttir

Sjá meira