Handbolti

Gróttukonum tókst ekki að stoppa sigurgöngu Stjörnunnar í Mýrinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði sex mörk í kvöld.
Helena Rut Örvarsdóttir skoraði sex mörk í kvöld. Vísir/Stefán

Stjarnan vann fimm marka sigur á Íslandsmeisturum Gróttu, 23-18, í leik liðanna í TM-höllinni í Mýrinni í kvöld.

Þetta var fyrsti leikur Gróttuliðsins í Mýrinni síðan að liðið tryggði sér þar Íslandsmeistaratitilinn í maí en nú þurftu þær að sætta sig við sigur.

Sigur Stjörnuliðsins var öruggur en liðið var átta mörkum yfir í hálfleik, 14-6.

Skyttan Helena Rut Örvarsdóttir var með sex mörk í kvöld og Esther Viktoría Ragnarsdóttir skorði fjögur mörk en annars voru fimm leikmenn Stjörnuliðsins með þrjú mörk eða fleiri í leiknum.

Stjörnukonur hafa þar með unnið alla níu heimaleiki sína í Olís-deildinni á þessu tímabili en liðið er bara í 3. til 5. sæti í deildinni þar sem liðið hefur aðeins unnið samtals tvo útileiki.  

Fylkir vann síðan sex marka útisigur á FH í Kaplakrika í hinum leik kvöldsins.


Úrslit og markaskorarar í leikjum Olís-deild kvenna í kvöld:

Stjarnan - Grótta 23-18 (14-6)

Mörk Stjörnunnar: Helena Rut Örvarsdóttir 6, Esther Viktoría Ragnarsdóttir 4, Sólveig Lára Kjærnested 3, Hanna Guðrún Stefánsdóttir 3, Nataly Sæunn Valencia 3, Stefanía Theodórsdóttir 2, Þórhildur Gunnarsdóttir 2.

Mörk Gróttu: Eva Björk Davíðsdóttir 6, Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 4, Anett Köbli 3, Unnur Ómarsdóttir 2, Lovísa Thompson 2, Eva Margrét Kristinsdóttir 1.


FH - Fylkir 22-28 (11-15)

Mörk FH: Sigrún Jóhannsdóttir 5, Jóhanna Helga Jensdóttir 5, Elín Anna Baldursdóttir 5, Heiðdís Rún Guðmundsdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 2, Birta Þöll Sveinbjörnsdóttir 1.

Mörk Fylkis: Patricia Szölösi 11, Vera Pálsdóttir 6, Þuríður Guðjónsdóttir 5, Hildur Björnsdóttir 3, Ólöf Kristín Þorsteinsdóttir 2, Sigrún Birna Arnardóttir 1.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira