Handbolti

Aron Pálmarsson fékk langhæstu einkunnina hjá Hbstatz

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aron Pálmarsson skorar eitt marka sinna.
Aron Pálmarsson skorar eitt marka sinna. Vísir/Valli
Aron Pálmarsson var besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins í sigrinum á Noregi í fyrsta leik liðsins á Evrópumótinu í Póllandi.

Hbstatz.is tekur saman tölfræði íslenska liðsins á Evrópumótinu og Vísir hefur fengið leyfi til að sækja upplýsingar í tölfræðikerfið sen það kemur með nýja vídd í handboltatölfræði á Íslandi.

Tölfræðikerfið hjá Hbstatz.is tekur meðal annars saman einkunn leikmanna út frá tölum þeirra í viðkomandi leik og þá er bæði tekin saman frammistaðan í vörn og sókn.

Aron var langhæstur í einkunnagjöf Hbstatz fyrir Noregsleikinn. Aron fékk 8,6 í einkunn sem var meira en einum og hálfum hærra en næsti maður sem var Guðjón Valur Sigurðsson (7,0). Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska liðsins, var síðan þriðji með 6,4.

Aron (8,8) og Guðjón Valur (8,4) fengu hæstu einkunnina fyrir sóknina en Guðjón nýtti meðal annars öll sex skotin sín í leiknum.

Alexanders Petersson (7,5) fékk hæstu einkunnina fyrir varnarleikinn en Guðmundur Hólmar Helgason var rétt á eftir honum með 7,4 í sínum fyrsta leik á stórmóti. Þriðji var síðan Vignir Svavarsson með 6,8 í einkunn fyrir varnarleikinn.

Hornamaðurinn Kristian Björnsen var hæstur í norska liðinu með 7,4 en vinstri skyttan Espen Lie Hansen fékk 7,0 í einkunn.



Einkunnagjöf íslensku leikmannanna í 26-25 sigri á Noregi:

Aron Pálmarsson     8.6

Guðjón Valur Sigurðsson     7.0

Vignir Svavarsson     6.3

Arnór Atlason     6.3     

Róbert Gunnarsson     5.9     

Alexander Petersson     5.7     

Guðmundur Hólmar Helgason     5.6     

Kári Kristján Kristjánsson     5.5     

Ásgeir Örn Hallgrímsson     5.3     

Bjarki Már Gunnarsson     5.2     

Stefán Rafn Sigurmannsson     5.0     

Rúnar Kárason     5.0     

Snorri Steinn Guðjónsson     5.0     

Arnór Þór Gunnarsson     4.6

Besta framistaðan í sókn

Aron Pálmarsson     8.8     

Guðjón Valur Sigurðsson     8.4     

Arnór Atlason     6.8     

Róbert Gunnarsson     6.6     

Vignir Svavarsson     6.4

Besta frammistaðan í vörn

Alexander Petersson     7.5

Guðmundur Hólmar Helgason     7.4

Vignir Svavarsson     6.8

Bjarki Már Gunnarsson     6.3

Arnór Atlason     6.1

Ásgeir Örn Hallgrímsson 6.1




Fleiri fréttir

Sjá meira


×