Innlent

Rafmagnslaust í hluta Vesturbæjar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Umferðarljós á svæðinu virka ekki vegna rafmagnsleysisins.
Umferðarljós á svæðinu virka ekki vegna rafmagnsleysisins. vísir/vilhelm

Háspennubilun varð í dreifikerfi Veitna á tíunda tímanum í kvöld sem veldur því að rafmagnslaust er í Vesturbænum, frá Fornhaga að Öskjuhlíð. Unnið er að viðgerð og er vonast til að henni ljúki fyrir miðnætti.

Í tilkynningu á heimasíðu Veitna er fólk beðið um að slökkva á rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf, sem gætu valdið tjóni þegar rafmagn kemst á á nýjan leik. Þar eru tekin dæmi um eldavélar, samlokugrill og fleiri hitunartækjum. Fólki er einnig ráðlagt að slökkva á stórum og viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.
Fleiri fréttir

Sjá meira