Innlent

Rafmagnslaust í hluta Vesturbæjar

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Umferðarljós á svæðinu virka ekki vegna rafmagnsleysisins.
Umferðarljós á svæðinu virka ekki vegna rafmagnsleysisins. vísir/vilhelm

Háspennubilun varð í dreifikerfi Veitna á tíunda tímanum í kvöld sem veldur því að rafmagnslaust er í Vesturbænum, frá Fornhaga að Öskjuhlíð. Unnið er að viðgerð og er vonast til að henni ljúki fyrir miðnætti.

Í tilkynningu á heimasíðu Veitna er fólk beðið um að slökkva á rafmagnstækjum, sem ekki slökkva á sér sjálf, sem gætu valdið tjóni þegar rafmagn kemst á á nýjan leik. Þar eru tekin dæmi um eldavélar, samlokugrill og fleiri hitunartækjum. Fólki er einnig ráðlagt að slökkva á stórum og viðkvæmum tækjum á borð við sjónvörp.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira