Fótbolti

Heimir og Lars gera fimm breytingar | Eiður Smári áfram með fyrirliðabandið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen og  Lars Lagerbäck.
Eiður Smári Guðjohnsen og Lars Lagerbäck. Vísir/Vilhelm

Heimir Hallgrímsson og Lars Lagerbäck, þjálfarar íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, hafa tilkynnt byrjunarliðið sitt í vináttulandsleiknum á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum í Dúbæ á morgun.

Heimir og Lars gera fimm breytingar á byrjunarliði sínu frá því í sigurleiknum á móti Finnum á miðvikudaginn.

Íslenska liðið mætir heimamönnum í SAF klukkan 14.15 á morgun á Al Maktoum leikvanginum í Dúbæ.

Elías Már Ómarsson, Emil Pálsson, Kristinn Jónsson, Andrés Már Jóhannesson og Kári Árnason koma allir inn í liðið en út fara þeir Garðar Bergmann Gunnlaugsson, Haukur Heiðar Hauksson, Hjörtur Logi Valgarðsson, Sölvi Geir Ottesen og Theodór Elmar Bjarnason.

Eiður Smári Guðjohnsen er áfram með fyrirliðabandið en hann fer nú af miðjunni og í framlínuna og spilar þar með Viðari Erni Kjartanssyni.

Emil og Andrés Már hafa ekki áður tekið þátt í A landsleik og er því í byrjunarliði í sínum fyrsta landsleik.

Byrjunarlið Íslands á móti Sameinuðu arabísku furstadæmunum (4-4-2):

Markvörður
Ingvar Jónsson

Hægri bakvörður
Andrés Már Jóhannesson

Miðverðir
Ragnar Sigurðsson og Kári Árnason

Vinstri bakvörður
Kristinn Jónsson

Hægri kantmaður
Elías Már Ómarsson

Miðjumenn
Emil Pálsson og Rúnar Már Sigurjónsson

Vinstri kantmaður
Arnór Ingvi Traustason

Framherjar
Eiður Smári Guðjohnsen (fyrirliði) og Viðar Örn Kjartansson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira