Bíó og sjónvarp

Bomban: Hvers vegna mun aðdáendum Justin Bieber fækka á næstunni?

Jóhann Óli Eiðsson skrifar

Bomban er nýr þáttur á Stöð 2 en fyrsti þátturinn fór í loftið í kvöld. Logi Bergmann Eiðsson er alvaldur í þættinum. +

Í fyrsta þættinum áttust við tvö lið. Annað þeirra samanstóð af grínistanum Steinda Jr. og dagskrárgerðarmanninum Auðuni Blöndal en hitt af Reykjavíkurdótturinni og Hraðfréttamanninum Steineyju Skúladóttur og rithöfundinum og naglbítnum Vilhelm Antoni Jónssyni.

Líkt og við var búist, enda ekki annað hægt þegar þessir snillingar koma saman, var þátturinn hinn skemmtilegasti. Með fréttinni fylgir klippa þar sem spurt er um hvers vegna aðdáendum Justin Bieber fari líklega fækkandi á næstunni.
Fleiri fréttir

Sjá meira