Handbolti

Mögnuð stund: Strákarnir okkar og íslensku stuðningsmennirnir tóku „Ég er kominn heim“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Frábær stund.
Frábær stund. vísir

Stuðningsmenn íslenska handboltalandsliðsins eru farnir að vekja athygli í Póllandi en í gærkvöldi tók hópurinn lagið Ég er kominn heim með Óðni Valdimarssyni til heiðurs strákunum okkar.

Ísland vann frábæran sigur á Norðmönnum 26-25 og fara vel af stað á Evrópumótinu.

Strákarnir tóku vel undir með stuðningsmönnunum og er orðið nokkuð ljóst að þetta lag er einskonar íþróttaþjóðsöngur okkar Íslendinga. Hér að neðan má sjá myndband frá atvikinu.

Strákarnir okkar syngja með stuðningsmönnum. Myndband: Pétur Örn Gunnarsson

Posted by Joi Johannsson on 15. janúar 2016


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira