Íslenski boltinn

Skagamenn unnu FH-inga

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Vilhelm Ákason, leikmaður ÍA.
Jón Vilhelm Ákason, leikmaður ÍA. vísir/valli

ÍA vann FH, 2-1, í Fótbolta.net  mótinu í dag. Steven Lennon kom FH yfir en það voru þeir Arnór Snær Guðmundsson og Steinar Þorsteinsson sem skoruðu næstu mörk og það fyrir ÍA.

Mörk Skagamanna komu á 80. mínútu og þeirri 89. Liðið stal því í raun sigrinum undir lokin.

Breiðablik vann Víking Ó., 1-0, og skoraði Atli Sigurjónsson eina mark leiksins á 41. mínútu og það úr víti.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar á vefsíðunni fotbolti.net.
Fleiri fréttir

Sjá meira