Enski boltinn

Inaki Williams gæti verið á leiðinni til Liverpool

Stefán Árni Pálsson skrifar
Inaki Williams í leik á tímabilinu.
Inaki Williams í leik á tímabilinu. vísir/getty

Liverpool hafa áhuga á því að klófesta framherjann Inaki Williams frá Athletic Bilbao en þessi 21 árs leikmaður kom til félagsins árið 2012.

Á þessu tímabili hefur framherjinn skorað tíu mörk í 21 leik og samkvæmt The Guardian mun Liverpool bjóða í leikmanninn í þessum félagaskiptaglugga.

Samkvæmt sömu heimildum er Williams með klásúlu í sínum samningi sem gerir það að verkum að hann má yfirgefa spænska liðið ef það kemur til boð upp á 16 milljónir punda.

Liverpool mætir Manchester United síðar í dag og má búast við mikilli spennu á Anfield en það er alltaf allt undir þegar þessi lið mætast.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira