Handbolti

Strákarnir okkar verða á NFL-vaktinni í kvöld

Henry Birgir Gunnarsson skrifar

Margir af leikmönnum íslenska handboltalandsliðsins eru miklir NFL-áhugamenn og þeir ætla að sjálfsögðu að fylgjast með leikjunum um helgina.

„Við náum fyrri leiknum í kvöld en við látum seinni leikinn vera,“ segir Ásgeir Örn en hann hreinlega ljómar er hann fær að tala um NFL.

„Mér sýnist við svo ná báðum leikjunum á morgun. Þrír af fjórum. Það er ansi gott.“

Þeir sem hafa áhuga safnast saman og horfa á leikina. Liðið er til að mynda með stórt fundarherbergi þar sem er tjald sem líklega verður notað í kvöld.

„Við vorum svona tíu saman í Katar í fyrra að horfa á leikina. Það er enginn veðpottur en það er samt góð hugmynd.“

Strákarnir taka líka þátt í NFL-fantasy þar sem þeir stilla upp liðum og spila hver við annan. Landsliðið er með sína eigin deild en hver vann hana í ár?

„Ég man ekkert hvernig það fór,“ segir Ásgeir lúmskur en svarið gefur til kynna að hann hafi ekki náð merkilegum árangri þetta tímabilið. „Guðjón Valur vann deildina í ár. Tapaði fyrstu fimm og vann restina. Það var reynsla í þessu hjá honum.“

Sjá má viðtalið við Ásgeir Örn í heild sinni hér að ofan en þar er líka talað um leikinn gegn Noregi í gær.

Allir leikir helgarinnar í NFL-deildinni verða svo í beinni á Stöð 2 Sport.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Vissi að ég myndi verja lokaskotið

Draumabyrjun hjá íslenska landsliðinu á EM. Björgvin Páll Gústavsson varði lokaskotið í háspennuleik gegn Noregi og sá til þess að Ísland vann með einu marki, 26-25. Aron Pálmarsson fór hamförum í leiknum.

Aron þjálfari: Frábær karakter í liðinu

"Þetta var rosalegur leikur og þvílík spenna,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Aron Kristjánsson, eftir spennusigurinn á Noregi í gær. Hann tók á fyrir leikmenn, þjálfara og áhorfendur.

Aron: Ég var aldrei stressaður

"Þetta var frekar erfitt hjá mér í dag. Ég var ekki að hitta og í engum fíling,“ sagði Aron Pálmarsson hæðnislega eftir leikinn ótrúlega gegn Norðmönnum í kvöld þar sem hann fór á kostum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira