Fótbolti

Inter náði aðeins í stig gegn Atalanta

Stefán Árni Pálsson skrifar
Úr leiknum í dag.
Úr leiknum í dag. vísir/getty

Atalanta og Inter Milan mættust í ítölsku seríu A-deildinni í dag og fór leikurinni 1-1.

Jeison Murillo setti boltann í eigið net eftir 18 mínútna leik og staðan orðinn 1-0 fyrir Atalanta en aðeins nokkrum mínútum síðar skoraði Rafael, leikmaður Atalanta einnig sjálfsmark og því staðan 1-1. Staðan var 1-1 í hálfleik og er skemmst frá því að segja að ekki voru fleiri mörk skoruð í leiknum.

Inter er í öðru sæti deildarinnar með 40 stig, aðeins einu stigi á eftir Napoli. Liðið hefði með sigri farið uppfyrir Napoli.

Atalanta er í 11. sæti með 25 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira