Handbolti

Fram og Valur með örugga sigra

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ragnheiður Júlíusdóttir var með sex mörk fyrir Fram.
Ragnheiður Júlíusdóttir var með sex mörk fyrir Fram. vísir/daníel

Fram valtaði yfir HK í Olís-deild kvenna í handknattleik í dag en leikurinn fór fram í Safamýrinni.

Staðan í hálfleik var 13-10 og leikurinn í raun galopinn. Framarar voru mikið mun betri aðilinn í síðari hálfleiknum og var sigur þeirra aldrei í hættu.

Ragnheiður Júlíusdóttir skoraði sex mörk fyrir fram rétt eins og Sigurbjörn Jóhannsdóttir.

Í liði HK var Sóley Ívarsdóttir sem var atkvæðamest með fimm mörk. Þá vann Valur öruggan sigur á ÍR í Austurberginu, 28-20.

Fram er í fjórða sæti deildarinnar með 23 stig en Valur í því þriðja með 24 stig. Eyjakonar enn á toppnum með 26 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira