Handbolti

Handvarpið: "Það þarf að tryggja úlnliðinn á Aroni Pálmarssyni“

Tómas Þór Þórðarson skrifar

Strákarnir okkar unnu frábæran sigur á Noregi, 26-25, í fyrsta leik liðanna á EM 2016 í Póllandi í gærkvöldi.

Norðmenn voru sigurvissir fyrir leikinn en hafa nú ekki unnið Ísland í tíu leikjum í röð eða í ein átta ár.

Tómas Þór Þórðarson og Ásgeir Jónsson fóru yfir leikinn í þriðja þætti Handvarpsins sem má heyra hér að ofan, en báðir áttu erfitt með að finna lýsingarorð yfir Aron Pálmarsson sem var frábær í leiknum.

Hér að ofan má hlusta á Handvarpið í spilara Vísis en hér að neðan má einnig hlusta á Handvarpið í gegnum SoundCloud.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).

Fyrri þættir af Handvarpinu:
Fyrsti þáttur Handvarpsins 2016: Sest niður með Guðjóni Val
Handvarpið: Hitað upp fyrir EM 2016


Tengdar fréttir

Vissi að ég myndi verja lokaskotið

Draumabyrjun hjá íslenska landsliðinu á EM. Björgvin Páll Gústavsson varði lokaskotið í háspennuleik gegn Noregi og sá til þess að Ísland vann með einu marki, 26-25. Aron Pálmarsson fór hamförum í leiknum.

Aron þjálfari: Frábær karakter í liðinu

"Þetta var rosalegur leikur og þvílík spenna,“ sagði hás landsliðsþjálfari, Aron Kristjánsson, eftir spennusigurinn á Noregi í gær. Hann tók á fyrir leikmenn, þjálfara og áhorfendur.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira