Körfubolti

Jakob fínn en lið hans tapaði

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jakob í leik með Borås.
Jakob í leik með Borås. MYND/FACEBOOK

Jakob Örn Sigurðarson átti flottan leik fyrir Borås Basket í kvöld er liðið tapaði fyrir Södertälje Kings, 90-73, í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta.

Jakob setti niður fimmtán stig fyrir heimamenn en liðið átti ekki sinn besta dag. Toni Bizaca var magnaður í liði Södertälje Kings og skoraði hann 34 stig.

Kings eru í efsta sæti deildarinnar en Jakob og félagar eru í því þriðja.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira