Handbolti

Dagur og félagar réðu ekki við Spánverja | Góð byrjun hjá Ungverjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Valero Rivera í leiknum í dag.
Valero Rivera í leiknum í dag. vísir/getty

Ungverjar unnu frábæran sigur á Svartfellingum í fyrsta leik D-riðilsins, 32-27, á Evrópumótinu í handknattleik sem fer fram þessa dagana í Póllandi.

Staðan í hálfleik var 16-12 og höfðu Ungverjar undirtökin allan leikinn. Bence Banhidi skoraði sjö mörk fyrir Ungverja í leiknum en hjá Svartfellingum var Voko Borozan atkvæðamestur, einnig með sjö mörk.

Góð byrjun hjá lærisveinum Talant Dusjhebaev sem er landsliðsþjálfari Ungverja. Ungverjar leika með Dönum í riðli en Guðmundur Guðmundsson og félagar í danska liðinu mæta Rússum síðar í kvöld.

Þá urðu lærisveinar Dags Sigurðssonar í þýska landsliðinu að lúta í gras fyrir stjörnuprýddu liði Spánverja, 32-29. Staðan í hálfleik var 18-15 fyrir Spánverja og héldu þeir þeirri forystu út leikinn.

Valero Rivera, leikmaður Spánverja, var magnaður í leiknum og skoraði sjö mörk úr sjö skotum. Hjá Þjóðverjum var það Christian Dissinger sem var atkvæðamestur og skoraði hann sex mörk.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira