Innlent

Einn með 1. vinning: Fær 14 milljónir króna

Birgir Olgeirsson skrifar
Fjórir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig rúmlega 161 þúsund krónur.
Fjórir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig rúmlega 161 þúsund krónur. Vísir

Heppinn miðaeigandi sem keypti miðann sinn í Vídeómarkaðnum við Hamraborg í Kópavogi var einn með allar tölurnar réttar og fær hann rúmlega 14,7 milljónir í vinning. 

Fjórir skiptu með sér bónusvinningnum og hlýtur hver um sig rúmlega 161 þúsund krónur, miðarnir voru keyptir á eftirtöldum stöðum: N1 við Ægissíðu í Reykjavík, Olís við Álfheima í Reykjavík, Samkaup Úrvali á Grundarfirði og einn er í áskrift.

Einn miði var með allar Jókertölurnar réttar og í réttri röð og fær eigandi hans 2 milljónir í vinning, miðinn er í áskrift.

Þrír voru með fjórar réttar tölur í Jókernum og fá 100 þúsund kall í vinning, einn miðinn var keyptur í Skýlinu í Vestmannaeyjum, annar í Olís á Neskaupstað og sá þriðji í Veganesti við Hörgárbraut á Akureyri.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira