Handbolti

Gummi og danska landsliðið tóku Rússa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur er landsliðsþjálfari Dana.
Guðmundur er landsliðsþjálfari Dana. vísir/getty

Danir og Rússar mættust á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld og var leikurinn spennandi en honum lauk með sigri lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Danmörku, 31-25.

Tölurnar gefa kannski ekki til kynna að leikurinn hafi verið spennandi en í stöðunni 24-23 og nokkrar mínútur eftir hættu Rússar leik. Danir skoruðu síðustu  mörk leiksins og fóru með sigur af hólmi.

Staðan í hálfleik var 13-13 í hálfleik en fer Guðmundur Guðmundsson vel af stað á þessu móti. Niklas Landin, markvörður Dana, var valinn maður leiksins en hann varði 16 skot í leiknum.

Hér má sjá nánari tölfræði úr leiknum.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira