Handbolti

Gummi og danska landsliðið tóku Rússa

Stefán Árni Pálsson skrifar
Guðmundur er landsliðsþjálfari Dana.
Guðmundur er landsliðsþjálfari Dana. vísir/getty
Danir og Rússar mættust á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld og var leikurinn spennandi en honum lauk með sigri lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Danmörku, 31-25.

Tölurnar gefa kannski ekki til kynna að leikurinn hafi verið spennandi en í stöðunni 24-23 og nokkrar mínútur eftir hættu Rússar leik. Danir skoruðu síðustu  mörk leiksins og fóru með sigur af hólmi.

Staðan í hálfleik var 13-13 í hálfleik en fer Guðmundur Guðmundsson vel af stað á þessu móti. Niklas Landin, markvörður Dana, var valinn maður leiksins en hann varði 16 skot í leiknum.

Hér má sjá nánari tölfræði úr leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×