Fótbolti

Kolbeinn lék síðari hálfleikinn í jafnteflisleik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Kolbeinn í leik með Nantes
Kolbeinn í leik með Nantes vísir

Kolbeinn Sigþórsson lék síðari hálfleikinn þegar Nantes gerði 2-2 jafntefli við Guingamp í frönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Guingamp komst í 2-0 í leiknum en Nantes náði að jafna metin með tveimur mörkum í síðari hálfleiknum.

Landsliðsmaðurinn kom inn á í hálfleiknum en náði ekki að skora í leiknum. Hann fékk aftur á móti gult spjald undir lok leiksins. Nantes er í 10. sæti deildarinnar með 28 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira