Körfubolti

Martin í sigurliði en Acox og Elvar töpuðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martin Hermannsson spilaði vel.
Martin Hermannsson spilaði vel. mynd/LIU

Kristófer Acox skoraði aðeins tvö stig fyrir Furman í bandaríska háskolaboltanum í körfubolta í kvöld þegar liðið tapaði fyrir The Citadel 89-86 í æsispennandi leik.

Úrslitin réðust undir lok leiksins og hefði getað fallið báðum megin. Martin Hermannsson og félagar í LIU Brooklyn unnu fínan sigur á Bryant 79-61 en Martin gerði ellefu stig og gaf átta stoðsendingar.

Þá töpuðu Elvar Friðriksson og félagar í Barry fyrir Eckerd, 90-74. Elvar skoraði fimm stig og gaf fjórar stoðsendingar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira