Körfubolti

Martin í sigurliði en Acox og Elvar töpuðu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Martin Hermannsson spilaði vel.
Martin Hermannsson spilaði vel. mynd/LIU

Kristófer Acox skoraði aðeins tvö stig fyrir Furman í bandaríska háskolaboltanum í körfubolta í kvöld þegar liðið tapaði fyrir The Citadel 89-86 í æsispennandi leik.

Úrslitin réðust undir lok leiksins og hefði getað fallið báðum megin. Martin Hermannsson og félagar í LIU Brooklyn unnu fínan sigur á Bryant 79-61 en Martin gerði ellefu stig og gaf átta stoðsendingar.

Þá töpuðu Elvar Friðriksson og félagar í Barry fyrir Eckerd, 90-74. Elvar skoraði fimm stig og gaf fjórar stoðsendingar.
Fleiri fréttir

Sjá meira