Innlent

Hakakrosstöflur og hvítt efni í poka á heimili ökumanns

Birgir Olgeirsson skrifar
Á heimili ökumannsins fundust ýmis tól og tæki sem gáfu til kynna að þar færi fram pökkun og sala fíkniefna.
Á heimili ökumannsins fundust ýmis tól og tæki sem gáfu til kynna að þar færi fram pökkun og sala fíkniefna. Vísir/Stefán

Lögreglan á Suðurnesjum haldlagði talsvert magn fíkniefna í vikunni í kjölfar þess að ökumaður hafði verið handtekinn, grunaður um akstur undir áhrifum fíkniefna. Sýnatökur á lögreglustöð staðfestu neyslu hans á metamfetamíni og kannabis. Við öryggisleit á farþega sem var í bifreiðinni fannst mikið magn kannabisefna í buxum hans. Hann var einnig handtekinn. Þá kom í ljós að bifreiðin var á skráningarnúmerum sem hafði verið  stolið af annarri bifreið fyrir nokkru.

Í framhaldinu var gerð húsleit á dvalarstað ökumannsins, að fenginni heimild til húsleitar. Þar fundust hakakrosstöflur, hvítt efni í krukku. Einnig hvítt efni í plastpoka og meintir sterar.  Jafnframt ýmis tól og tæki sem gáfu til kynna að þar færi fram pökkun og sala fíkniefna.

Ökumaðurinn játaði eign sína á efnunum og stuld á skráningarnúmerum af bifreið í Reykjavík.
Fleiri fréttir

Sjá meira