Handbolti

Forseti ÍSÍ og menntamálaráðherra sátu með almenningi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hér má sjá Lárus og Illuga í almennu sætunum á föstudag.
Hér má sjá Lárus og Illuga í almennu sætunum á föstudag. vísir/valli

Það vakti athygli að Lárus Blöndal, forseti ÍSÍ, Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra og föruneyti þeirra skildu sitja með almenningi á leik Króata og Hvít-Rússa á föstudag.

Það sem meira er þá voru sætin ekkert sérstök enda voru þau frekar ofarlega í stúkunni.

Það er harla óvenjulegt að sjá fyrirmenni annars staðar en í VIP-stúkum á íþróttakappleikjum enda var hópurinn kominn í önnur og betri sæti þegar leikur Íslands og Noregs hófst.

Um 160 Íslendingar komu með hópferð á föstudeginum og yfirgefa svo svæðið eftir leikinn í kvöld. HSÍ áætlar að þess utan séu um 100 Íslendingar á eigin vegum í Katowice.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið

Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið.

Gummi og danska landsliðið tóku Rússa

Danir og Rússar mættust á Evrópumótinu í Póllandi í kvöld og var leikurinn spennandi en honum lauk með sigri lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar í Danmörku, 31-25.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira