Körfubolti

Golden State tapaði fyrir Detroit Pist­ons

Stefán Árni Pálsson skrifar
Steph Curry var með 38 stig í gær.
Steph Curry var með 38 stig í gær. vísir/getty

Átta leikir fóru fram í NBA-deildinni í nótt en þar ber helst að nefna óvænt tap Golden State Warriors gegn Detroit Pistons, 113-95, og tapaði liðið því sínum fjórða leik á tímabilinu.

Warriors hefur verið gjörsamlega óstöðvandi á tímabilinu og tapar liðið helst ekki leik. Nú hefur það aftur á móti tapað tveimur leikjum á stuttum tíma, svo það telst heldur betur til tíðinda. Stjörnuleikmaður liðsins Steph Curry gerði 38 stig í nótt en það dugði ekki til. Reggie Jackson og Kentavious Caldwell-Pope voru báði með tuttugu stig fyrir Pistons.

Þá tapaði Los Angeles Lakers enn einum leiknum þegar liðið mætti Utah Jazz. Leikurinn fór 109-82 og sáu leikmenn Lakers aldrei til sólar. Rudy Gobert skoraði 18 stig fyrir Utah en Louis Williams var með tuttugu fyrir L.A Lakers.

Boston Celtics rétt marði Washington Wizards, 119-117, í hörkuspennandi leik þar sem úrslitin réðust undir lokin.

Hér að neðan má sjá öll úrslit næturinnar:
Memphis Grizzlies – New York Knicks 103-95
Utah Jazz – Los Angeles Lakers 109-82
Detroit Pistons – Golden State Warriors 113-95.
Philadelphia 76ers – Portland Trail Blazers 114-89
Los Angeles Clippers – Sacramento Kings 103-110
Charlotte Hornets – Milwaukee Bucks 92-105
Atlanta Hawks – Brooklyn Nets 114-86
Washington Wizards – Boston Celtics 117-119

NBA


Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira