Handbolti

Rut og Randers flugu áfram í átta liða úrslitin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rut í leik með íslenska landsliðinu.
Rut í leik með íslenska landsliðinu. vísir

Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik, og félagar hennar í danska liðinu Randers komust í gærkvöldi í átta liða úrslit í EHF-bikarnum.

Liðið hafði betur gegn Nimes frá Frakklandi, 33-21, á heimavelli en fyrri leikurinn fór 27-27. Rut  átti ágætan leik og skoraði þrjú mörk.

Staðan í hálfleik var 14-11 og leikurinn galopinn en í þeim síðari var aðeins eitt lið á vellinum og unnu heimamenn því að lokum 12 marka sigur. Frábær árangur hjá Rut og samherjum hennar. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira