Handbolti

Rut og Randers flugu áfram í átta liða úrslitin

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rut í leik með íslenska landsliðinu.
Rut í leik með íslenska landsliðinu. vísir

Rut Jónsdóttir, landsliðskona í handknattleik, og félagar hennar í danska liðinu Randers komust í gærkvöldi í átta liða úrslit í EHF-bikarnum.

Liðið hafði betur gegn Nimes frá Frakklandi, 33-21, á heimavelli en fyrri leikurinn fór 27-27. Rut  átti ágætan leik og skoraði þrjú mörk.

Staðan í hálfleik var 14-11 og leikurinn galopinn en í þeim síðari var aðeins eitt lið á vellinum og unnu heimamenn því að lokum 12 marka sigur. Frábær árangur hjá Rut og samherjum hennar. 
Fleiri fréttir

Sjá meira