Handbolti

Róbert: Enginn leikmaður er stærri en liðið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Róbert Gunnarsson byrjaði aldrei þessu vant á bekknum gegn Noregi en kom inn með mikinn kraft í íslenska liðið í síðari hálfleik.

„Tilfinningin eftir svona leik er mjög góð. Eðlilega er gott að fara inn í mótið með sigri. Það var gríðarlega sætt að taka tvo punkta og það hjálpar okkur vonandi í framhaldinu,“ segir Róbert en var aukareiði í honum yfir bekkjarsetunni þegar hann kom inn?

Sjá einnig: Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa

„Maður notar ýmis tól til þess að hvetja sig áfram. Hvort sem maður byrjar eða ekki. Við erum sautján hérna og enginn er stærri en liðið. Við erum allir að sinna okkar hlutverki og það eru stór markmið í gangi.

„Að vera með landsliðinu er allt annað en að vera með félagsliði þar sem menn taka hlutum misvel ef þeir spila ekki. Hér verða allir að leggjast á eitt og hjálpa hver öðrum. Það er endalínu þarna langt í burtu sem við ætlum að ná til og þá þýðir ekkert að væla.“

Sjá einnig: Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing

Það var ótrúlegt atvik í leiknum er Róbert var með fjóra Norðmenn á bakinu og þeir gátu ekki stöðvað hann. Það var engu líkara en að hann ætlaði sér að hlaupa með þá frá Katowice til Kraká þar sem milliriðillinn fer fram.

„Það segir kannski margt um þennan bæ. Ég vildi bara komast eitthvað annað,“ sagði línumaðurinn léttur.“

Sjá má viðtalið við Róbert í heild sinni hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið

Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið.

Hryðjuverkaógn á EM í handbolta

Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×