Handbolti

Guðmundur Hólmar: Sem betur fer skoraði Gaui sigurmarkið

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
„Ég svaf bara vel þó svo maður sé alltaf lengi að ná sér niður eftir leiki,“ segir nýliðinn Guðmundur Hólmar Helgason en hann þreytti frumraun sína á stórmóti gegn Noregi og stóð sig afar vel.

„Ég var að sofna svona hálf tvö um nóttina. Ég hefði ekki sofnað svona snemma ef Alex væri ekki með mér. Vögguvísurnar hans skila sínu.“

Sjá einnig: Guðjón Valur: Þessir sokkar eru engin tískuyfirlýsing

Guðmundur Hólmar fékk tækifæri snemma í leiknum gegn Noregi og var heldur betur tilbúinn.

„Tilfinningin var mjög góð að koma inn og ég var tilbúinn að koma snemma inn,“ segir nýliðinn en var ekkert stress? „Jú, það var nóg af stressi en ég varð að halda því í skefjum og láta það vinna með mér en ekki á móti mér.“

Nýliðinn var ánægður með sína innkomu í leikinn.

„Ég var að koma bæði í stöðuna hans Vignis og Bjarka. Það eru mismunandi áherslur í hvorri stöðu. Ég er mjög sáttur við leikinn og stigin.“

Sjá einnig: Kári: Tók aðeins af skegginu fyrir Gaupa

Þó svo Guðmundur Hólmar hafi spilað mjög vel þá gerði hann sig sekan um slæm mistök er um tvær og hálf mínúta var eftir. Þá lét hann reka sig af velli.

„Ég var mjög ósáttur við það hjá þér. Þetta var reynsluleysi. Þarna var nýbúið að taka leikhlé og segja að það mætti alls ekki láta reka sig út af. Þá rauk ég út og fékk tveggja mínútna brottvísun. Þetta fer í reynslubankann og maður lærir af þessu. Sem betur fer skoraði Gaui sigurmarkið. Mér leið betur þá og enn betur er Bjöggi varði lokaskotið.“

Sjá má viðtalið við Guðmund Hólmar í heild sinni hér að ofan.

Ekki missa af neinu sem gerist á EM. Fylgdu Vísi á Twitter, Facebook og Snapchat (notendanafn: sport365).


Tengdar fréttir

Norðmenn flýja fjölmiðlahótelið

Hótelið sem EHF valdi fyrir fjölmiðlamenn hefur ekki slegið í gegn. Hundagelt og takmörkuð þjónusta er á meðal þess sem einkennir hótelið.

Hryðjuverkaógn á EM í handbolta

Hryðjuverkin í Frakklandi í vetur hafa haft sín áhrif á Evrópumótið í handbolta í Póllandi sem hófst á föstudaginn. Öll öryggisgæsla í kringum mótið hefur verið hert til mikilla muna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×