Fótbolti

Ólafur og félagar unnu með marki á lokamínútunum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ólafur í leik með Genclerbirligi.
Ólafur í leik með Genclerbirligi. vísir/afp

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í Genclerbirligi náðu í frábæran sigur, 3-2, á Rizespor í tyrknesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Sercan Kaya kom heimamönnum í Rizespor yfir í leiknum og kom markið eftir tíu mínútna leik. Tíu mínútum síðar jafnaði Bogdan Stancu fyrir Genclerbirligi og aðeins þrem mínútum eftir það kom Ahmet Yilmaz Calik liðinu yfir 2-1.

Þannig var staðan í hálfleik en það var Leonard Kweuke sem jafnaði metin fyrir heimamenn úr vítaspyrnu.  Það var síðan Djalma sem skoraði sigurmarkið á 88. mínútu og tryggði Genclerbirligi ótrúlega mikilvægan sigur.

Genclerbirligi er í 15. sæti deildarinnar með 16 stig og því komið úr fallsætinu. Rizespor er í því níunda með 24 stig.
Fleiri fréttir

Sjá meira