Innlent

Sérsveitin kölluð til í Vallahverfinu vegna manns sem var talinn ógna öryggi almennings

Birgir Olgeirsson skrifar
Sérsveit ríkislögreglustjóra á æfingu.
Sérsveit ríkislögreglustjóra á æfingu. Vísir/GVA
Sérsveit Ríkislögreglustjóra var kölluð til aðfaranótt laugardags vegna manns í Vallahverfinu í Hafnarfirði sem lögreglan segir hafa ógnað öryggi almennings.

Greint er frá þessu á vef DV en þar er haft eftir Sævari Guðmundssyni, aðalvarðstjóra lögreglustöðvarinnar í Flatahrauni í Hafnarfirði, að lögreglan óskaði eftir aðstoð sérsveitarinnar við að ná manninum úr íbúð í Vallahverfinu því talið var að hann væri vopnaður hnífi.

Sævar segir konu mannsins hafa yfirgefið íbúðina og tilkynnt lögreglunni um málið sem lokaði fyrir umferð í hverfinu á meðan aðgerðinni stóð.  Er maðurinn sagður hafa setið einn í íbúðinni og hafði hótað að skaða sjálfan sig.

Í frétt DV kemur fram að maðurinn sé andlega veikur og undir áhrifum áfengis þegar þetta átti sér stað en lögreglumenn fylgdu honum úr íbúðinni og komu honum undir læknishendur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×